- Bite away og HERPOtherm -

bite away

Kaupa

HERPOtherm

Kaupa

Made in Germany

bite away og HERPOtherm eru lækningatæki, framleidd í Þýskalandi af fyrirtækinu Mibetec. Tækin eru prófuð og viðurkennd af húðlæknum í Þýskalandi og hafa fengið góð viðbrögð þar í landi ásamt fleiri löndum. Tækin eru lítil og létt og er því ekkert mál að taka þau með sér í fríið, vinnuna og hvert sem er. 

Notkun

Börn eldri en 12 ára geta lært að nota bite away sjálf. Börn yngri en 12 ára ættu alltaf að nota bite away með aðstoð fullorðinna. Mælt er með styttri stillingunni (3 sek) þar sem að tilfinningin sem finnst við notkunina þarf að venjast. Við notkun hjá börnum skal hafa í huga að húð barna er næmari fyrir sársauka en húð fullorðinna. Áður en börn eru meðhöndluð skal láta þau vita að bite away myndi hita sem geti valdið óþægindum í stutta stund. 

HERPOtherm er aðeins ætlað til eigin meðhöndlunar hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri. Börn yngri en 12 ára ættu aðeins að nota það með aðstoð fullorðinna.


Barnshafandi konur og ofnæmis einstaklingar geta notað bite away og HERPOtherm. Hjá bite away er mælt er með því að nota styttri stillinguna (3 sek) í fyrstu skiptin. Þegar maður þekkir notkunina vel er hægt að prófa lengri styllinguna (5 sek).